Ísland verður seint mikið hernaðarveldi en við erum góð í upplýsingaöflun. Hafrannsóknir og landhelgisgæsla eru eitthvað sem mætti efla til muna.
Fréttir
Það er alveg tilefni til að endurskoða varnarmál hér á landi, við höfum getað treyst á Bandaríkin mjög lengi en held að við þurfum að horfast í augu við að það tímabil er búið. En þessar tillögur eru samt alveg galnar. Herskylda og hergagnaframleiðsla?
Það gæti kannski verið grundvöllur fyrir litlum íslenskum startup fyrirtækjum að framleiða dróna og slíkt, en það er eitthvað sem ætti þá að gerast á markaðsforsendum. Það er engin ástæða fyrir ríkið til að ýta undir slíka framleiðslu hér á landi, við kaupum bara vörur frá bandalagsþjóðum í evrópu.
Íslenskur her yrði alltaf bara lítið þjóðvarðlið til að tefja innrás rétt nógu lengi fyrir bandalagsþjóðir til að senda hingað lið. Við þurfum ekki herskyldu fyrir það, bara lítinn professional hóp (líklega landhelgisgæslan) og svo sjálfboðaliða sem fara á námskeið í asymmetric hernaði.
Leyniþjónustan er til, heitir greiningardeild ríkislögreglustjóra (því það má ekki kalla hana réttu nafni út af pólitík). Hún fylgist forvirkt með fólki hérlendis. Held að það sé enginn raunhæfur möguleiki að við förum að stunda njósnir erlendis.
Ríkið ætti að fara að ræða við bandalagsríki okkar um varnarloforð óháð NATO, t.d. á grundvelli norðurlandasamstarfs.